Milljarður reis í Hörpu og Hofi – myndskeið

17.02.2017 - 15:13
Það var mikið fjör í Silfurbergi í Hörpu í hádeginu þegar um 3.000 manns tóku þátt í dansbyltingunni Milljarður rís. Þetta er fimmta árið í röð sem fólk kemur saman og dansar til að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi. DJ Margeir hélt uppi stuðinu og undir lokin flutti svo Svala Björgvinsdóttir smellinn Was that all it was?

Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá brot af stemningunni og viðtal við Ingu Dóru Pétursdóttir, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi. Þar segir hún meðal annars frá því hvers vegna minning Birnu Brjánsdóttur var heiðruð sérstaklega að þessu sinni.

Á sama tíma tóku nokkur hundruð manns einnig þátt í byltingunni í menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Mynd með færslu
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV