Ómar Ragnarsson flaug yfir gosið í Eyjafjallajökli um fimmleytið í morgun og tók myndir af eldsumbrotunum. Á þeim má sjá hvernig sprengingar verða í gígnum og höggbylgjurnar sem fylgja.
Að sögn Ómars hefur gosið greinilega minnkað. Mökkurinn nær í 15.000 til 16.000 feta hæð. Miklar öskusprengingar eru í gígnum sem mynda 500 metra háa stróka og um kílómetra breiða. Eldur er ekki mikill í gígnum.