Í upphafi árs eru margir fullir af fögrum fyrirheitum, vilja gera eitthvað nýtt, ná  betri tökum á einhverju og vilja bæta heilsuna.

 Hugarró og sjálfsvinsemd er eitt af því sem Ásdís Olsen aðjúnkt og Núvitundarkennari kennir fólki.  Hún vinnur með vísindalega samþykktar aðferðir úr smiðju jákvæðrar sálfræði og leggur mikið uppúr hagnýtum aðferðum sem hafa sannað gildi sitt í rannsóknum.  Hún segir að Mindfulness sé ein öflugasta leiðin sem við þekkjum í dag til að auka persónulega hæfni og öðlast hamingjuríkt líf, og nefnir í því sambandi hversu áríðandi það er að huga að þessum málum þegar kulnun  virðist fara vaxandi í þjóðfélaginu.

 Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur gefið út að streita sé orðin helsta heilsuógnin í dag og að öld kvíðans sé gengin í garð.  Það er næsta víst að neikvæðar hugsanir, ótti og áhyggjur gagnast okkur ekki neitt, en erfiður hugur kemur hins vegar í veg fyrir vellíðan, sátt og hamingju.

Góðu fréttirnar eru þær að það er tilltölulega auðvelt að snúa blaðinu við.  Rannsóknir sýna að Mindfulness gagnast best til að vinna á streitu og þeir sem ástunda Mindfulness vitna um gjörbreytt hugarástand og líðan.

Ásdís Olsen kom í Mannlega þáttinn í dag.