Ótrúverðugleiki, óvönduð vinnubrögð og menntahroki voru meðal orða sem féllu þegar fyrrverandi framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs og tveir fyrrverandi stjórnarformenn mættu fyrir nefnd Alþingis í morgun í morgun
Guðmundur Bjarnason fyrrverandi framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, Gunnar S Björnsson og Hákon Hákonarson sem báðir eru fyrrverandi formenn og varaformenn sjóðsins mættu í morgun á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis til að tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánsjóð sem kom út fyrr á árinu.
Ekki allt slæmt
Guðmundur Bjarnason var fyrstur til að svara fyrir sig en hann hefur jafnframt skilað Alþingi ítarlegri skýrslu um viðhorf sitt til efni skýrslunnar. Hann gagnrýndi að þeim félögum hefði ekki verið gefið tækifæri til að fara yfir og andmæla því sem fram kemur í skýrslunni áður en hún kom út. Hann liti því á fundinn í dag sem tækifæri til að nýta andmælaréttinn. Hann benti á að þrátt fyrir gagnrýni skýrsluhöfunda um vanhæfi stjórnenda lifði úbúðalánasjóður enn. Hins vegar hefði heilt bankakerfi fallið þar sem ófáir menntamenn hefðu komið að málum. Í máli hans og í geinargerð hans kemur fram að í skýrslunni megi finnna réttmætar athugasemdir. Hann tekur undir að of langan tíma hafi tekið að koma á innra eftirliti innan sjóðsins. Meiri festa og formlegheit hefðu átt að vera í samskiptum innan sjóðsins. Festa hefði átt á blað og bóka allar ákvarðanir. Þá hefði vantað formfestu í samskipti við ráðherra ráðuneyti og eftirlitsstofnanir. Samskiptin hafi verið óformleg. Hann hafi t.d. átt auðvelt með að slá á þráðinn til félaga síns Páls Péturssonar þáverandi félagsmálaráðherra. Þeir hafi verið gamlir samherjar á þingi og í Framsóknarflokknum til margrar ára. Þá hefði mátt gæta meiri varkárni í útlánum vegna leiguíbúða og lána til byggingarverktaka. Útgáfa íbúðabréfa hefði verið of mikil á sama tíma sem sjóður sat uppi með mikið lausafé. En mikið lengar ná ekki lofsyrðin um skýrsluna.
Guðmundur byrjaði á því að gagnrýna fullyrðingar í skýrslunni að tap á sjóðnum næmi 270 milljörðum króna. Sér þætti sú fullyrðing vera með því ótrúverðugast í skýrslunni. Hann sagði þessa fullyrðingu fráleita og að hún ætti ekki við nein rök að styðjast. Hann telur tölur frá sjóðnum trúverðugari sem segja að tapið nemi 64 milljörðum frá aldamótum og fram til ársins 2012. Þar af væru 92 prósent , 59 milljarðar, beinlínis vegna bankahrunsins. Hann sagði að rannsóknarnefndinn væri reyndar með ýmsa fyrirvara þegar hún teldi tapið vera 270 milljarða. Á annað hundrað milljarðar af því væru tilkomnir vegna útreikninga, sem hann kallaði reyndar reiknikúnstir, um að allir lántakendur skiluðu lánunum á einum degi.
Menntahroki
Gunnar S Björnsson fyrrverandi formaður Íbúðalánasjóðs sem ekkert hefur heyrst í frá því að skýrslan kom út tók undir það sem Guðmundur hafði til málanna að leggja. Hann sagði að í skýrslunni væri ýmsar góðar ábendingar fyrir sjóðinn að byggja á í framtíðinni. Hann sagði að margir sleggjudómar í skýrslunni rýrðu hana og að hann furðaði sig á því að skýrsluhöfunar gerðu engan greinarmun á starfsemi fjáramálastofnanna og starfsemi sjóðsins. Hann sagði að sjórnendur sjóðsins hefðu fyrst og fremst verið að framfylgja ákvörðunum sjórnvalda. Og hann vék að vanhæfi stjórnenda en í skýrslunni er það gagnrýnt hve fáir voru með háskólagráðu í stjórn sjóðsins. Hann sagði að menntahroka gætti í skýrslunni. Hans reynsa væri sú að þeir sem hefðu mikla reynslu stæðu sig oft betur en þeir sem væru með háskólagráðu.