Melismetiq á Jazzhátíð

Jazzhátíð Reykjavíkur
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni

Melismetiq á Jazzhátíð

Jazzhátíð Reykjavíkur
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
12.08.2017 - 17:34.Vefritstjórn.Jazzhátíð Reykjavíkur
Bein útsending frá tónleikum hljómsveitarinnar Melismetiq í Eldborgarsal Hörpu. Hljómsveitina skipa Ari Bragi Kárason á trompet, Shai Maestro á píanó, Rick Rosato á bassa og Arthur Hnatek á trommur.

Melismetiq kom fyrst við hlustir almennings árið 2010 og hefur verið alþjóðlegur samstarfsflötur tónlistarmannanna Ara Braga Kárasonar, Shai Maestro, Rick Rosato, Arthur Hnatek allar götur síðan. Á Jazzhátíð í ár fagnar hljómsveitin útgáfu fyrstu hljóðversplötu sinnar en platan var hljóðrituð í Sviss árið 2015 og hefur hennar því verið beðið með talsverðri eftirvæntingu.

Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi á síðustu árum, meðspilarar hans eru allir hátt skrifaðir á New York senunni og leikur bassaleikarinn Rick Rosato t.a.m. með Íslandsvininum Gilad Hekselman, trommuleikarinn Arthur Hnatek vermir trommusætið í tríói píanistans Tigran Hamasyan og píanistinn Shai Maestro hefur átt farsælan feril eftir veru í tríói bassaleikarans Avishai Cohen.