Nú styttist í að fært verði milli sunnanverðra og norðanverðra Vestfjarða en Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði hafa verið ófærar síðan í desember. Við það styttist vegalengdin milli Bíldudals og Þingeyrar um 420 kílómetra. Fjóra daga hefur tekið að moka í gegnum himinháa skafla á Hrafnseyrarheiði.