Hálfdán Björnsson á Kvískerjum í Öræfum segist ekki muna annað eins öskufall og í þessu gosi. Hann telur öskuna ekki skaðlega fyrir gróðurinn en hefur áhyggjur af fuglalífi.
Í dag var hávaðarok í Öræfum og öskufokið síbreytilegt. Bræðurnir á Kvískerjum hafa fylgst með náttúrunni í áratugi og þeir segjast ekki munað annað eins öskufall. „Þetta er leiðinlegt meðan á því stendur en við erum ekkert hrædd við þetta,“ segir Hálfdán. Honum finnst vaðfuglarnir eiga ansi bágt. „Maður sér það á tjaldinum hérna við túnið. Hann er órólegur.“