Málningu úðað á Egilsbúð

12.09.2017 - 18:13
Mynd með færslu
 Mynd: Guðrún Egilsdóttir  -  Facebook
Mynd með færslu
 Mynd: Guðrún Egilsdóttir  -  Facebook
Skemmdarverk hefur verið unnið á Egilsbúð í Neskaupstað en málningu hefur verið úðað á veggi hússins. Sjónarvottur segir að úðað hafi verið á þrjár hliðar, meðal annars á nýja klæðningu. Viðkomandi virðist hafa farið upp á þak hússins til þess arna.

Egilsbúð er helsta samkomuhús bæjarins og nýlega var ráðist í að klæða húsið að utan. 

Á Facebook-síðunni Bærinn okkar Neskaupstaður hafa íbúar í dag deilt myndum af skemmdarverkinu og hvatt til þess að skemmdarvargarnir gefi sig fram.

Mynd með færslu
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV
  • "Skemmdarverk í Neskaupstað"