Málfríður Erna Sigurðardóttir var hetja Íslands í 2-1 sigri á Kína í síðasta leik liðsins á Algarve-mótinu í Portúgal. Þetta voru fyrstu landsliðsmörk Málfríðar en hún skoraði í snemma í sitthvorum hálfleiknum.
Ísland hafnar því í 9. sæti mótsins. Íslenska liðið nýtti mótið í undirbúning fyrir EM sem hefst í Hollandi í júlí.
Sjáðu mörkin úr leiknum í spilaranum hér að ofan.