Ægifagrar og sérkennilegar hraunmyndanir mynduðust í eldgosinu í Holuhrauni norðan Vatnajökuls á fimmtudagskvöld. Hraunið er enn volgt og gufa stígur upp þar sem þunnfljótandi kvikan rann fyrir rúmum tveimur sólarhringum.
Tökumaður RÚV tók þessar mögnuðu myndir af rákóttum hraunöldum og smágerðum kynjamyndum sem glæða gígaröðina í Holuhrauni nýju lífi.