María Björk Guðmundsdóttir, dagskrárgerðamaður hjá íþróttadeild RÚV, tók saman einstakt myndskeið sem sýnir lygilegan uppgang íslenska liðsins eftir að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku við liðinu fyrir sex árum. Þá var íslenska karlalandsliðið í 112. sæti á heimslista FIFA en það er nú að fara taka þátt í sínu öðru stórmóti í röð, fyrst EM í Frakklandi en nú HM í Rússlandi. Sjón er sögu ríkari.