Lotukerfi Mendelejevs er 150 ára um þessar mundir og því er ekki úr vegi að skyggnast á bak við tjöldin og kanna lífið sem í því býr.

Snorri Rafn Hallsson og Tómas Ævar Ólafsson leita að lífi á milli línanna, eða öllu heldur rammanna í lotukerfinu. Hvernig tengist lotukerfið lífinu? Er hægt að kortleggja lífið í frumefnum? Er lotukerfið sjálft lifandi? UNESCO, mennta- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur útnefnt árið 2019 alþjóðlegt ár lotukerfisins.