Lögreglan hefur kært milli tíu og tuttugu manns árlega fyrir umferðarlagabrot á árunum 2006 til 2010 vegna veikinda eða öldrunarsjúkdóma. Lögreglan getur ekki afturkallað ökuleyfi þeirra tafarlaust.
Gríðarleg hætta skapaðist þegar aldraður maður ók á röngum vegarhelmingi eftir Reykjanesbrautinni á dögunum. Á myndum sem vegfarandi tók sést hvar hvítri bifreið, til vinstri á skjánum, er ekið í átt að Garðabæ. Ökumaðurinn virðist ekki gera sér grein fyrir að hann er á öfugum vegarhelmingi og litlu munaði að hann æki á bíl sem þarna kemur á móti. Vegfarandi skerst loks í leikinn. Talið er að ökumaðurinn, sem er á níræðisaldri, sé með alzheimer á byrjunarstigi.
Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri, segir ekkert eftirlit vera með heilsufari fólks frá tvítugu og fram að sjötugu. Lögregluna skorti úrræði til að geta gripið inn í án nokkur fyrirvara. Hörður segir að ef ökumaður er ófær um að aka bíl vegna öldrunar eða sjúkdóma verði lögreglan að geta afturkallað ökuréttindin strax ,en svo megi kanna það síðar með læknisskoðun hvort hann eigi að fá þau aftur. Einfalda þurfi reglugerðina sem nú er í gildi.