Opnað var fyrir lofthelgi yfir Íslandi klukkan sex í kvöld, og er áætlað að fyrstu vélar lendi í Keflavík milli klukkan sjö og átta.
Níu af tólf flugvélum frá Evrópu eru komnar í loftið og á leið til Íslands samkvæmt upplýsingum frá Keflavíkurflugvelli. Þrátt fyrir langa bið og mikla óvissu voru farþegar í Keflavík léttir í lund þegar fréttastofu bar að.
Wesley O'Brian frá Bretlandi sagðist hafa verið strandaglópur á Íslandi síðan síðdegis í gær. „Vélin átti að fara í loftið klukkan 16:10 í gær og svo áttum við að fá sæti í flugið síðdegis í dag en flugfélagið gerði mistök svo við erum á biðlista eins og er,“ sagði O´Brien sem var ekkert allt of ánægður með stöðu mála.