Eftir einn mánuð verður kannabis lögleyft til neyslu í Kanada. Kannabis er nú þegar löglegt í níu ríkjum Bandaríkjanna og í þrjátíu ríkjum þess er kannabis löglegt til neyslu í lækningaskyni, þrátt fyrir að lítið sem ekkert hafi verið sannað um lækningamátt þess.  Magnús R Einarsson segir hér í pistli í Mannlega þættinum frá  nokkrum af þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar vestan hafs á áhrifum kannabis á neytendur og samfélagið í heild.