Pavel Ermolinskij er einn af lykilmönnum íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem keppir á EM í Berlín í næsta mánuði.
Í eftirfarandi myndskeiði, sem er brot úr þættinum "Körfuboltalandsliðið" eftir Vilhjálm Siggeirsson og Hilmar Björnsson, sem var á dagskrá RÚV í gærkvöld, lýsir Pavel ástæðunni fyrir því að foreldrar hans fluttu frá Rússlandi til Íslands á 9. áratug síðustu aldar.
Einnig ræðir Pavel um ástæðu þess að hann og Jón Arnór Stefánsson opnuðu verslunina Kjöt og fisk við Bergstaðastræti. Við hvetjum fólk eindregið til að horfa á þáttinn í heild sinni hérna til að koma sér í rétta gírinn fyrir EM í Berlín, sem verður á dagskrá RÚV í september.