Listamannalaun 2012

09.02.2012 - 16:35
217 einstaklingar fá úthlutað listamannalaun árið 2012. Á sjöunda hundrað umsókna barst til úthlutunarnefnda sem ráðstafa sextán hundruð mánaðarlaunum. Mánaðarlaunin eru rúmlega 290 þúsund krónur.

 Hildur Bjarnadóttir og Katrín Sigurðardóttir fá tveggja ára laun úr launasjóði Myndlistarmanna.  Kristín Steinsdóttir og Steinar Bragi Guðmundsson sömu laun úr launasjóði rithöfunda. Hópurinn, La familia, fær tuttugu og fimm mánaða laun ætluð sviðslistafólki. Tónlistarflytjendurnir Davíð Þór Jónsson, Guðrún Óskarsdóttir, Nína Margrét Grímsdóttir og Sif Margrét Túliníus fá árslaun hvert og sömu upphæð fá tónskáldin Atli Ingólfsson, Daníel Bjarnason, Lárus Halldór Grímsson, Snorri Sigfús Birgisson og Sveinn Lúðvík Björnsson.