Lestarklefinn er nýr umræðuþáttur um menningu og listir sem er útvarpað á Rás 1 og tekinn upp í mynd á menningarvef RÚV. Í fyrsta þættinum er rætt um kvikmyndina Undir Halastjörnu, leiksýninguna Allt sem er frábært og sýningu á verkum Ragnars Axelssonar í Ásmundarsal.

Gestir í fyrsta þætti eru Kristín Gunnlaugsdóttir listmálari og fjölmiðlamennirnir Magnús Guðmundsson og Helgi Seljan. Guðni Tómasson hefur umsjón með þættinum.