Lestarklefinn er með áramótasniði í þetta skiptið. Þorgeir Tryggvason, Hrönn Sveinsdóttir og Bryndís Loftsdóttir fara þar ásamt Guðrúnu Sóleyju yfir það helsta sem stóð upp úr á árinu.

Lestarklefinn er nýr umræðuþáttur um menningu og listir. Hann er sendur út í beinni í mynd á menningarvef RÚV, á RÚV 2 aukarás sjónvarpsins og í útvarpi á Rás 1 alla föstudaga klukkan 17:03.