Steinþór Pálsson fostjóri Landsbankanssegir ekki sjálfgefið að vextir myntkörfulána þar sem lánaðar voru krónur með tengingu við erlenda mynt beri aðeins þá vexti sem kveður á um í samningnum eða um 3%.

Steinþór telur að Hæstaréttardómur skapi óvissu um hvaða vexti myntkörfulánin skuli bera. Hann vonast til að hægt verði að semja um málið og bendir á að hægt sé að miða við vexti Seðlabanka Íslands.

Þeir vextir eru hinsvegar 8 %, en algengir vextir á myntkörfuláni voru um 3%. Ólafur Rúnar Ólafsson lögmaður sem flutti annað málanna um myntkörfulánin fyrir Hæstarétti í síðustu viku sagði í fréttum útvarps í dag að dómurinn gæfi ekkert annað til kynna en að vextirnir ættu að vera óbreyttir.

Steinþór segir þetta ekki sjálfgefið. Séu vextir óverðtryggðra lána bornir saman við verðtryggingu og vexti komi í ljós ákveðin fylgni þar á milli.

Almenningur hefur frá hruni barist við að greiða af lánum sínum sem Hæstiréttur hefur núna dæmt að hluta til ólögleg. Ekki má gleyma að bönkunum ber skylda til að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna en einnig að lánasafnið sem fært var úr gömlu bönkunum og yfir í nýju bankanna hefur þegar verið skrifað niður um tugi prósenta en lántakar rukkaðir að fullu nema þegar sérstökum úrræðum hefur verið beitt.

Steinþór telur þrátt fyrir þetta samningsstöðu bankans góða.