Hátíðarhöld á Austurvelli fóru fram með hefðbundnum hætti í morgun. Guðni Th. Jóhannesson forseti lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar. Þetta er í fyrsta sinn sem hann er í þessu hlutverki á þjóðhátíðardaginn, þar sem hann tók við embætti 1. ágúst í fyrra.