Kynjaskógur á Djúpavík

Morgunvaktin
 · 
Myndlist
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni

Kynjaskógur á Djúpavík

Morgunvaktin
 · 
Myndlist
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
19.05.2017 - 11:08.Óðinn Jónsson.Morgunvaktin
Það er magnað að hverfa inn um dyrnar á húsi gömlu síldarverksmiðjunnar á Djúpavík á Ströndum, sem starfaði á árunum 1935 til 54. Þessi minnisvarði um uppgrip síldaráranna er magnaður fyrir margra hluta sakir og óhætt að segja að byggingin örvi ímyndunaraflið. Enn á ný hafa þau Eva Sigurbjörnsdóttir og Ásbjörn Þorgilsson, staðarhaldarar á Djúpavík, laða til sín listamenn, sem ætla að sýna verk sín í gömlu síldarverksmiðjunni í sumar.

Nú hefur Rósa Sigrún Jónsdóttir sett þar upp á renniverkstæði síldarverksmiðjunnar litskrúðuga svelgi, sem gætu sogað til sín fjölmarga gesti sumar. Verk hennar og annarra listamanna, alls um 20 manns, verða til sýnis á Djúpavík í sumar. Sýningin verður formlega opnuð 1.júní.

Verkið sem Rósa Sigrún hefur nú sett upp í gamla verksmiðjuhúsinu á Djúpavík var unnið af hópi kvenna undir listrænni stjórn hennar. Svelgirnir eru prjónaðir og heklaðir garni, með fjölbreyttu mynstri og áferð. Þeir eru spenntir út með þráðum og ýmist standa á gólfinu eða hanga niður úr loftinu og svífa. Svelgirnir yfirtaka rýmið, þetta tóma og kuldalega rými verksmiðjunnar gömlu, og mynda miklar andstæður.

„Þeir soga mann til sín. Maður getur gengið inn í þennan kynjaskóg, gengið á milli þeirra, horft inn í þá, skriðið undir þá og horft upp undir þá.“

Á Morgunvaktinni ræddi Rósa Sigrún Jónsdóttir listina og landið, sem veitir henni innblástur, listsköpun sína og starf sem leiðsögumaður. Nú tekur við nýtt verkefni í Nesstofu á Seltjarnarnesi, gamla landlæknisbústaðnum. Þar setur Rósa Sigrún upp textílverk: lækningajurtir úr hekluðu bandi.

 

Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Jónsson  -  Morgunvaktin
Rósa Sigrún Jónsdóttir, myndlistarmaður