Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Forseti Alþingis bað þjóðina afsökunar á ómenningartali þingmannanna á Klaustri. Ráðgefandi siðanefnd hefur verið virkjuð og er málið skoðað sem siðabrotamál. Forsætisráðherra segir ummælin óafsakanleg og óverjandi. Frá þessu segir meðal annars í kvöldfréttum í kvöld. Þar er einnig fjallað um óhemju fannfergi á norðanverðu landinu þar sem margir hafa lent í vandræðum. Verktaki á Akureyri segir að nýjar reglur bæjarins um snjómokstur margfaldi kostnað.

Hlýnun jarðar er mesta ógn mannkynsins og enn er langt í land að sporna við henni. Þetta kom fram á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í morgun.

Tryggja á jafnt aðgengi að tónlistarnámi óháð búsetu með nýju samkomulagi ríkis og sveitarfélaga. Ríkið leggur til rúman hálfan milljarð króna.

Það varð allt svart og hljótt, segir par frá Flateyri um snjóflóð sem það lenti í á Hvilftarströnd á föstudagskvöld. Fimm manns sluppu ómeiddir úr flóðinu.

Gestir Kastljóssins verða Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og verður Klausturmálið svokallaða til umræðu.

Hægt er að horfa á hvort tveggja, kvöldfréttir og Kastljós, í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir ofan.