Umhverfismat einstakra framkvæmda er komið með ákveðna hefð og gengur yfirleitt nokkuð snurðulaust fyrir sig og nær vel að fjalla um helstu fyrirsjáanlegu áhrif framkvæmda og ná skikkanlegri sátt, þótt frá því séu undantekningar, segir Ásdís Hlökk Theódórsdóttir skipulagsstjóri. En við eigum lengra í land með að nýta umhverfismat sem hjálpartæki við að móta skipulag.

Saga umhverfismats framkvæmda er ekki svo óskaplega löng og nú eru að koma upp fleiri tilvik þar sem spurningar vakna um hvort of langur tími hafi liðið frá umhverfismati til þess er framkvæmdir eiga að hefjast. Viðmiðunartími samkvæmt lögum er tíu ár en málið er flóknara en það,  því aðstæður, viðhorf og jafnvel lög kunna að hafa breyst það mikið, innan tíu ára, að rétt þyki að gera nýtt umhverfismat

„Við erum, held ég megi segja, í hálfgerðu öngstræti með þau mál um þessar mundir vegna þess að þar er ekki nógu skýrt, á hvaða lagagrundvelli og hvort, er hægt að fara í slíka endurskoðun innan tíu ára“ segir Ásdís Hlökk

 

Þessu tengjast deilur um raforkuflutninga. „Við stöndum frammi fyrir ákveðnu vandamáli. Meira og minna öll fyrirhuguð verkefni vegna styrkingar raforkuflutningskerfisins í landinu eru í hálfgerðri pattstöðu, vegna þess að það er mjög skýrt ákall eftir því að það sé borið saman kostir sem fela í sér loftlínur annarsvegar og jarðstrengi hinsvegar, það hefur verið mikil tregða til að gera það – í þessum gömlu málum sumum hverjum.

  Rætt er við Ásdísi Hlökk í Samfélaginu í dag.