Kólerufaraldur brýst út í Jemen

15.05.2017 - 06:33
Erlent · Asía · Jemen
epa05964308 Cholera-infected Yemenis receive treatment at a hospital in Sana’a, Yemen, 12 May 2017 (issued 14 May 2017). The International Committee of the Red Cross (ICRC) said on 14 May that at least 115 people have died of the cholera epidemic that has
 Mynd: EPA
Yfirvöld í borginni Sanaa í Jemen, sem er á valdi uppreisnarmanna, hafa lýst yfir neyðarástandi vegna kólerufaraldurs. Heilbrigðisráðuneyti borgarinnar fær ekkert við faraldurinn ráðið, en yfir 100 hafa látið lífið af völdum sjúkdómsins frá 27. apríl þar til á laugardag. 8.500 tilfelli hafa greinst. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem kólerufaraldur breiðist út í Jemen.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir mannúðaraðstæður nú með þeim verstu í heiminum í Jemen. Stríð geisar enn í landinu og fjöldi fólks er án matar og annarra nauðsynja.