Klaufaskap smáglæpamanna eru fá takmörk sett. Þessir tveir slá samt flesta út í klaufaskap, en þeir ætluðu að brjótast inn í búð í Sjanghæ í vikunni.

Sjón er sögu ríkari, en lögreglan deildi þessu myndbandi með skilaboðunum: Ef allir þjófar væru eins og þessir, þá væri ekki mikið að gera hjá lögreglunni.