Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fengið góðar viðtökur Evrópuleiðtoga á leiðtogafundi í Brussel í dag. Katrínu og æðstu ráðamönnum aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins, EES, var boðið til Brussel til fundar við leiðtoga Evrópusambandsins.
Katrín varð þess vegna fyrsti íslenski forsætisráðherra til að sækja leiðtogafund Evrópusambandsins. Leiðtogum Íslands, Noregs og Lichtenstein var boðið á fundinn í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið tók gildi.
Leiðtogum Evrópusambandsins virðist líka vel við Katrínu. Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborg, gaf Katrínu í það minnsta flotta – og fasta – fimmu þegar þau hittust. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, knúsaði og kyssti Katrínu.
Og þegar Katrín var að taka sér sæti við hlið Jean-Claude Junker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, heilsaði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, upp á okkar konu og kyssti hana á báðar kinnar.