Einangrunarvist við aðstæður eins og þær sem Guðmundur Guðlaugsson bjó við í gæsluvarðhaldi árið 2011 brutu gegn ákvæðum stjórnarskrár sem banna pyntingar og vanvirðandi meðferð. Honum var neitað um heilbrigðisaðstoð, útivist og aðbúnað sem kveðið er á um í lögum á meðan hann sat saklaus í haldi. Íslenska ríkið hefur í nokkra áratugi verið gagnrýnt fyrir að ofnotkun á einangrun gæsluvarðhaldsfanga og ekki er langt síðan fleiri gæsluvarðhaldsfangar sátu í einangrun hér en í Danmörku.

Í Kastljósi í kvöld verður rætt við Guðmund Guðlaugsson sem á dögunum voru dæmdar miskabætur vegna harkalegrar handtöku og einangrunar sem hann sætti á Lögreglustöðinni við Hverfisgötu árið 2011.

Pyntingar og niðurlæging

Dómur Hæstaréttar í máli Guðmundar er sérstæður fyrir þær sakir að þar er íslenska ríkið dæmt fyrir að brjóta gegn þeim ákvæðum stjórnarskrár sem banna hvers kyns pyntingar og niðurlægjandi meðferð borgaranna. Guðmundur stóð uppi atvinnulaus og heilsulaus eftir vistina í klefa númer 5 við Hverfisgötu.

Einangrun fanga harðlega gagnrýnd

Lögreglan er harðlega gagnrýnd í dómi Hæstaréttar. Sama réttar og nær undantekningarlaust samþykkir allar kröfur lögreglu um einangrun grunaðra manna sem krafist er gæsluvarðhalds yfir. Í Kastljósi í kvöld verður einnig fjallað um óhemju háa tíðni einangrunarvistar hér á landi, gagnrýni alþjóðastofnana og innlendra eftirlitsaðila undanfarin ár og áratugi, sem hingað til hafa engin áhrif haft.

Fjallað verður um málið í Kastljósi í kvöld strax að loknum fréttum.