Þerapía að þýða

Tónskáldið Atli, sem einnig hefur verið ötull þýðandi í gegnum tíðina, segist hafa nýtt sér þýðingavinnuna við texta Jacques Brel til að hvíla sig frá öðrum verkum.  „Þetta gerðist alveg að sjálfu sér, svolítið eins og einhver veiki grípi mann. Þetta byrjaði sem þægileg afþreying. Þegar ég var mjög upptekinn við tónsmíðar þá komst ég að því að mér var meiri hvíld í því að þýða tvær eða þrjár línur af þessum textum heldur en til dæmis að leggja mig,“ segir Atli sem mælir með þýðingum ef menn vilja slaka á.

Hér fyrir ofan má heyra viðtal við Atla Ingólfsson um Brel og nýju plötuna Jacques Brel handa þér. Viðtalið var birt í Víðjá á Rás 1. Atli Ingólfsson vill taka fram að samstarf sitt við söngvarann Baldvin Orwes sé mjög náið. Platan kemur einungis út á vínil.