Kærleikur ríkti á Norðurbrú í gærkvöld

04.03.2017 - 05:38
Erlent · Danmörk · Evrópa
epa05824147 Danish police clash with demonstrators during a demonstration on the occasion of the 10th anniversary of the eviction of Ungdomshuset on Jagtvej 69 in Copenhagen, Denmark, 01 March 2017 (issued 02 March 2017). On 01 March 2007 the Copenhagen
Myndin er frá því fyrr í vikunni þegar átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda.  Mynd: EPA  -  SCANPIX DENMARK
Fjölmennt lögreglulið var í viðbragðsstöðu við æskulýðsmiðstöð á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Skammt er síðan mikil átök brutust út við húsið og fjöldi var handtekinn þegar ungmenni söfnuðust þar saman. Þess er nú minnst að í þessum mánuði eru tíu ár síðan æskulýðsmiðstöðinni var lokað með látum.

Fjöldi fólks var einnig saman kominn í gærkvöld og óttaðist lögregla að allt færi úr böndunum líkt og gerðist fyrr í vikunni. Danska ríkisútvarpið, DR, greinir hins vegar frá því að kvöldið hafi einkennst af dansi, söng og kærleik. Fréttamaður DR segir íbúa í nágrenninu hafa óttast hið versta. Þeir færðu bíla sína og lögðu þeim fjarri heimilum sínum. Eigendur verslana í hverfinu fylgdust sérstaklega vel með því sem fram fór.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV