Einn ástsælasti útvarps- og sjónvarpsmaður þjóðarinnar, Jónas Jónasson, er látinn, áttræður að aldri. Hann lést á líknardeild í gærkvöldi eftir stutt veikindi. Jónas ræddi við Kastljós í september þar sem hann talaði um veikindi sín.
Jónas bað til að mynda prestinn sinn að semja líkræðuna áður en andaðist og lesa hana fyrir sig.
Jónas fæddist árið 1931 og nam bæði tónlist og leiklist hér heima, í Danmörku og á Bretlandi. Hann hóf störf hjá Ríkisútvarpinu sautján ára gamall og starfaði þar nær sleitulaust til hinsta dags.
Þáttur Jónasar, Kvöldgestir, var á dagskrá klukkan ellefu á föstudagskvöldum í þrjá áratugi. Hann tók á móti hundruðum gesta og ræddi við þá um lífshlaup þeirra við kertaljós og kyrrláta stemningu.