Gat hefur myndast í götu á Selfossi en þar undir er hálfs metra djúp og sex metra breið hola.
Talið er líklegast að um jarðskjálftaholu sé að ræða, sem rekja megi til Suðurlandsskjálftans í lok maí 2008.
Íbúar á Víðivöllum urðu varðir við holuna um miðjan dag í gær og létu lögregluna strax vita. Starfsmenn áhaldahússins girtu holuna af og er gatan lokuð umferð.