Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Eldborgarsal Hörpu í kvöld í 37 flokkum. Hátíðin verður í beinni útsendingu sem hefst 18:30 á RÚV2 og 19:50 á aðalrás RÚV, en kynnir er Saga Garðarsdóttir.
Það er tónlistarmaðurinn Auður sem er með flestar tilnefningar í ár, alls átta talsins, en fast á hæla hans koma Valdimar með sjö og GDRN með sex. Jónas Sig fær fimm tilnefningar í popp- og rokkflokkum en JóiPé x Króli þrjár í rapp og hiphoppi. Í sígildri og samtímatónlist er Víkingur Heiðar með fjórar tilnefningar og Anna Þorvaldsdóttir þrjár. Umbra er svo með þrjár tilnefningar í opnum flokki.
Færslan verður uppfærð meðan á verðlaunaafhendingunni stendur og verðlaunahafar undirstrikaðir hér að neðan.
Eftirtalið tónlistarfólk er tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2018:
Tónlistarflytjandi ársins í djassi og blús - Einstaklingur
Kjartan Valdimarsson
Sunna Gunnlaugs
Magnús Trygvason Eliassen
Jóel Pálsson
Daníel Helgason
Tónlistarflytjandi ársins í djassi og blús - Hljómsveit eða hópur
Stórsveit Reykjavíkur
DÓH - Tríó
Ingi Bjarni Trio
Tónlistarflytjandi ársins í sígildri- og samtímatónlist - Einstaklingar
Sæunn Þorsteinsdóttir
Una Sveinbjarnardóttir
Víkingur Heiðar Ólafsson
Tónlistarflytjandi ársins í sígildri og samtímatónlist - Hljómsveit eða hópur
Barokkbandið Brák
Kammersveitin Elja
Schola Cantorum
Nordic Affect
Strokkvartettinn Siggi
Tónlistarflytjandi ársins í poppi, rokki, raftónlist og rappi
Hatari
Auður – (Auðunn Lúthersson)
Vintage Caravan
Hórmónar
JóiPé & Króli
Tónlistarviðburður ársins í sígildri og samtímatónlist - Einstakir tónleikar
Budapest Festival Orchestra og Iván Fischer - Tónleikar í Eldborg, Hörpu
#bergmálsklefinn
Brothers
Víkingur Heiðar Ólafsson - útgáfutónleikar, Bach
Barokkbandið Brák - Spíralar Versala
Edda II: Líf guðanna – 23. mars / SÍ og Schola Cantorum
Íslendingasögur – Sinfónísk sagnaskemmtun - hátíðarviðburður fullveldisafmælisins 1. desember
Tónlistarviðburður ársins Sígild og samtímatónlist - Hátíðir
Myrkir músíkdagar
Óperudagar í Reykjavík
Reykholtshátíð
Tónlistarviðburður ársins í poppi og rokki
Aldrei fór ég suður
Fiskidagstónleikarnir á Dalvík
Háskar
Valdimar - Útgáfutónleikar
John Grant - Love is Magic
Tónistarviðbuður ársins í djassi og blús
Blúshátíð í Reykjavík
Tónleikaraðir Jazzklúbbsins Múlans
Tónleikaröð Stórsveitar Reykjavíkur
Jazzhátíð Reykjavíkur
Freyjujazz
Tónverk ársins í djassi og blús
Mitt bláa hjarta - Tónskáld: Karl Olgeirsson / Textahöfundur: Karl Olgeirsson
Norðurljós - Tónskáld: Sigmar Þór Matthíasson
Ancestry - Tónskáld: Sunna Gunnlaugs
To catch a glimpse - Tónskáld: Scott McLemore
Bugða - Tónskáld: Agnar Már Magnússon
Tónverk ársins í sígildri og samtímatónlist
Farvegur - Þuríður Jónsdóttir
From My Green Karlstad - Finnur Karlsson
Loom - María Huld Markan Sigfúsdóttir
METACOSMOS - Anna Þorvalds
Silfurfljót - Áskell Másson
Spectra - Anna Þorvalds
Split thee, Soul, to Splendid Bits (attn.: no eternal life/light this time around) - Bára Gísladóttir
Lag/tónverk ársins í opnum flokki
Snorri Hallgrímsson - I know you´ll follow
Arnór Dan - Stone by stone
Gyða Valtýsdóttir - Moonchild
Veigar Margeirsson - Efi
JFDR - Gravity
Textahöfundur ársins
Auður – (Auðunn Lúthersson)
Jónas Sig
GDRN (Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir)
Svavar Pétur - Prins Póló
Valdimar
Lagahöfundur ársins - Djass og blús
Karl Olgeirsson
Sunna Gunnlaugs
Scott McLemore
Agnar Már Magnússon
Sigmar Þór Matthíasson
Lagahöfundur ársins - Popp, rokk, rapp og raftónlist
Auður - Auðunn Lúthersson
GDRN (Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir)
Svavar Pétur Eysteinsson
Jónas Sig
Valdimar
Söngkona ársins í poppi og rokki
GDRN (Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir)
Margrét Rán
JFDR (Jófríður Ákadóttir)
Brynhildur Karlsdóttir
Bríet
Söngkona ársins í sígildri og samtímatónlist
Hallveig Rúnarsdóttir
Hanna Dóra Sturludóttir
Valgerður Guðnadóttir
Söngvari ársins í poppi og rokki
Auður
Valdimar Guðmundsson
John Grant
Króli (Kristinn Óli Haraldsson)
Svavar Knútur
Söngvari ársins í sígildri- og samtímatónlist
Benedikt Kristjánsson
Eyjólfur Eyjólfsson
Oddur Arnþór Jónsson
Upptökustjórn ársins
Jónas Sig. - Milda hjartað - Ómar Guðjónsson
Ylja - Dætur - Guðmundur Óskar Guðmundsson
Víkingur Heiðar Ólafsson - Johann Sebastian Bach - Christopher Tarnow
Auður - Afsakanir - Auðunn Lúthersson, Addi 800, Glenn Schick
John Grant - Love Is Magic - : Ben Edwards
Valdimar - Sitt sýnist hverjum - Pétur Ben (upptökustjóri) Magnús Öder (hljóðblöndun) Alan Douches (hljómjöfnun)
Bjartasta vonin í sígildri og samtímatónlist
Björk Níelsdóttir tónskáld, hljóðfæraleikari og söngkona.
Bjartasta vonin í djassi og blús
Gítarleikarinn og tónskáldið Daníel Helgason.
Bjartasta vonin í poppi, rokki, raftónlist, rappi og hiphopi
Bagdad Brothers
Bríet
ClubDub
Matthildur
Une Misère
Heiðursverðlaun
Tónskáldið Jón Ásgeirsson
Tónlistarmyndband ársins
Auður - Afsakanir - Leikstjóri: Erlendur Sveinsson
Between mountains - Into the Dark - Leikstjóri: Haukur Björgvinsson
GDRN - Lætur mig ft. Floni & ra:tio - Leikstjóri: Ágúst Elí
Herra hnetusmjör - Fóbó - Leikstjóri: Eiður Birgisson
Hugar - Saga - Leikstjóri: Máni Sigfússon
Ólafur Arnalds - re:member - Leikstjóri: Thora Hilmar
Special-K - Date Me I’m Boerd - Leikstjóri: Kristín Helga Ríkharðsdóttir
Teitur Magnússon ásamt Mr. Silla - Orna - Leikstjóri: Logi Hilmarsson
Lag ársins – Popp
Auður - Heimskur og breyskur
Prins Póló - Líf ertu að grínast
Vök - Autopilot
GDRN ft. Floni & ra:tio - Lætur mig
Bríet - In Too Deep
Lag ársins – Rokk
Benny Crespo’s Gang - Another Little Storm
Valdimar - Stimpla mig út
Une Misere - Wounds
Hórmónar - Kynsvelt
Hatari – Spillingardans
Lag ársins í rappi og hiphoppi
JóiPé & Króli - Í átt að tunglinu
Logi Pedro - Dúfan mín
Birnir - Út í geim
Herra Hnetusmjör & Ingi Bauer - Upp til hópa
Cyber - Hold
Plata ársins – Raftónlist
Auður - Afsakanir
aYia-aYia
Kælan Mikla - Nótt eftir nótt
Andi - Allt í Einu
Hermigervill - II
Plata ársins – Rapp og hip hop
JóiPé & Króli - Afsakið hlé
Elli Grill - Pottþétt Elli Grill
Birnir - Matador
Herra Hnetusmjör - KBE kynnir: Hetjan úr hverfinu
Cyber - Bizness
Plata ársins – Rokk
Valdimar - Sitt sýnist hverjum
Benny Crespo’s gang - Minor Mistakes
Vintage Caravan – Gateways
Dr. Spock - Leður
Hórmónar - Nananabúbú
Plata ársins í sígildri og samtímatónlist
Anna Þorvaldsdóttir – AEQUA
Jóhann Jóhannsson - Englabörn & Variations
Þráinn Hjálmarsson - Influence of buildings on musical tone
Víkingur Heiðar Ólafsson - Johann Sebastian Bach
Söngvar Jórunnar Viðar - Jórunn Viðar – Söngvar
Nordic Affect - He(a)r
Plata árins í Þjóðlagatónlist
Ylja - Dætur
Ásgeir Ásgeirsson - Travelling through cultures
Umbra - Sólhvörf
Umbra - Úr myrkrinu
Teitur Magnússon - Orna
Plata ársins í opnum flokki
Sunna Friðjóns - Enclose
Maximús Músíkús og Sinfóníuhljómsveit Íslands - Maximús fer á fjöll
Gyða Valtýsdóttir - Evolution
Hekla - Á
Kjass - Rætur
Tónlist úr kvikmynd, sjónvarpsþætti eða leikverki
Atli Örvarsson - Lói þú flýgur aldrei einn
Davíð Þór Jónsson - Kona fer í stríð
Gyða Valtýsdóttir - Mihkel
Veigar Margeirsson - Efi, dæmisaga
Jóhann Jóhannsson – Mandy
Plata ársins í djassi og blús
Karl Olgeirsson - Mitt bláa hjarta
DÓH Tríó - DÓH
Sunna Gunnlaugs - Ancestry
Agnar Már - Hending
Scott McLemore - The Multiverse
Plata ársins – Popp
Prins Póló - Þriðja kryddið
John Grant - Love Is Magic
Jónas Sig - Milda Hjartað
Svavar Knútur - Ahoy! Side A
GDRN- Hvað ef
Bjartasta vonin í sígildri og samtímatónlist og í djass og blústónlist er útnefnd af dómnefnd og tilkynnt í kvöld hver hlýtur þá nafnbót. Bjartasta vonin í flokki popp-, rokk-, hiphop- og raftónlistar var tilnefnd af starfsfólki Rásar 2 og valin í netkosningu á Menningarvef RÚV, og besta tónlistarmyndbandið var valið í kosningu á Albumm.is, en bæði verðlaun verða afhent í kvöld.
Það er Samtónn sem stendur að baki Íslensku tónlistarverðlaununum en aðilar að Samtóni eru STEF - Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, Tónskáldafélag Íslands, Félag tónskálda og textahöfunda, SFH-Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda auk aðildarfélaga.Tilgangur Samtóns er að vinna að sameiginlegum hagsmunum og styrkja stöðu höfunda, flytjenda, framleiðenda og annarra rétthafa að tónlist. Samtónn kemur fram sameiginlega fyrir hönd íslenskra rétthafa og tónlistarfólks.