Íslenskan er að mörgu leyti tilvalið tungumál til að telja með og taka tillit til fólks sem skilgreinir sig hvorki sem konu né karl. Hægt er að notast við hvorugkyn og svo kynhlutlausa persónufornafnið hán (beygist eins og lán). En eru Íslendendingar jafn móttækilegir?
Alda Villiljós formaður Trans Íslands og María Helga Guðmundsdóttir formaður Samtakanna 78 ræddu um réttindabaráttu hinsegins fólks og hvernig hún birtist í tungumálinu og nýjar víddir hins íslenska hvorugkyns í Samfélaginu á Rás 1.