Það stefnir í að stuðningsmenn Íslands geti orðið allt að 25% áhorfenda á þeim leikvöngunum Evrópumótsins sem Ísland keppir á. Leikvangarnir taka á bilinu 12-14 þúsund áhorfendur.
„Við erum búin að selja rúmlega tvö þúsund miða á fyrstu tvo leikina og rétt tæplega tvö þúsund miða á síðasta leikinn gegn Austurríki“ segir Þorvaldur Ingimundarsson, starfsmaður Knattspyrnusambands Íslands.
Þorvaldur segir að það hafi verið töluverð sala hafa verið beint í gegnum UEFA en KSÍ hefur ekki aðgang að þeim tölum. Jafnframt segir hann að það sé ennþá hægt að kaupa miða á miðasölu vef UEFA.
„Samkvæmt nýjustu tölum erum við búin að selja flesta miðana fyrir utan kannski gestgjafana í Hollandi en það er uppselt á alla þeirra leiki í riðlakeppninni.“ Sagði Þorvaldur að lokum.
Nánar má hlusta á Þorvald hér í spilaranum að ofan.
Ísland hefur leik á Evrópumótinu þann 18. júlí og mótið er í beinni útsendingu hér á RÚV.