Ísland mætir Tékklandi í undankeppni HM karla í körfubolta en þetta er fyrsti leikur liðanna í nýrri undankeppni.
Ásamt Íslandi og Tékklandi eru Búlgaría og Finnland í riðlinum en þrjú efstu liðin fara áfram í 2. umferð undankeppninnar. Lokakeppni heimsmeistaramótsins fer fram í Kína 2019.
Aðeins fimm leikmenn eru í íslenska hópnum af þeim leikmönnum sem spiluðu á EuroBasket í Helsinki í haust.
Þeir leikmenn sem eru í hópnum eru:
- Axel Kárason, Tindastóll
- Haukur Helgi Pálsson, Cholet Basket (FRA)
- Hlynur Bæringsson, Stjarnan
- Jakob Örn Sigurðarson, Borås Basket (SVÍ)
- Kári Jónsson, Haukar
- Kristófer Acox, KR
- Logi Gunnarsson, Njarðvík
- Martin Hermannsson, Charleville (FRA)
- Ólafur Ólafsson, Grindavík
- Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan
- Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóll