Icelandair aflýsti flugi til Lundúna og Manchester og Glasgow nú í morgunsárið.

Farþegum er ráðlagt að fylgjast vel með flugupplýsingum á netinu og textavarpinu.

Fjölmörg önnur flugfélög sem fljúga til og frá norðanverðum Bretlandseyjum hafa aflýst ferðum sínum þangað í dag. Allt flug British Airways um Skotland fellur niður, og hollenska flugfélagið KLM hefur tilkynnt að sextán flugferðum til og frá Edinborg, Glasgow, Aberdeen og Newcastle verði aflýst. Þá hafa tvö skosk innanlandsflugfélög, Loganair og Eastern Airways, hætt við allt flug í dag.


Óvissa ríkir enn um morgunflug Iceland Express til Lundúna. Brottför þeirrar vélar er nú áætluð klukkan ellefu.