Íslenskir stuðningsmenn eru orðnir þekktir um veröld alla fyrir frábæran stuðning við karlandsliðið á Evrópumótinu í knattspyrnu. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði liðsins, stýrði hinu fræga „víkingaklappi“ á Arnarhóli nú síðdegis, við undirtektir þúsunda Íslendinga.