HM í beinni: Dagur 8 - Sigurbjörn mælir með

11.08.2017 - 08:00
Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hófst í London á föstudag og stendur yfir fram á næsta sunnudagskvöld. Í dag er áttundi keppnisdagur af tíu og mikið um að vera á Ólympíuleikvanginum í London. Sigurbjörn Árni Arngrímsson lýsir móti á RÚV og RÚV 2, og hann fer hér yfir það sem honum finnst mest spennandi í dag.

Útsending frá keppni dagsins hefst kl. 9:00 og stendur yfir til kl. 11:40. Útsending frá seinni keppnishluta dagsins hefst svo kl. 18:00 á RÚV og stendur yfir fram að fréttum kl. 19. Öll keppni kvöldsins verður hins vegar sýnd á RÚV 2.

Dagskráin á HM í dag

9:00 - Tugþraut karla (100 m hlaup)
9:10 - Kringlukast kvenna, undanrásir
9:45 - 100 m grindahlaup kvenna, undanrásir
10:05 - Tugþraut karla (langstökk)
10:15 - Hástökk karla, undanrásir

18:05 - 100 m grindahlaup kvenna, undanúrslit
18:10 - Langstökk kvenna, úrslit
18:35 - 800 m hlaup kvenna, undanúrslit
19:10 - 1500 m hlaup karla, undanúrslit
19:30 - Sleggjukast karla, úrslit
19:45 - Tugþraut karla (400 m hlaup)
20:25 - 3000 m hindrunarhlaup kvenna, úrslit
20:50 - 200 m hlaup kvenna, úrslit

epa04905046 Ashton Eaton (C) of the USA poses with his gold medal on the podium after winning the Decathlon event during the Beijing 2015 IAAF World Championships at the National Stadium, also known as Bird's Nest, in Beijing, China, 30 August 2015.
 Mynd:  -  EPA
Rico Freimuth og Damien Warner verða í baráttunni í tugþrautinni, en Ashton Eaton er hættur.

Stefnir í skemmtilega keppni í tugþraut

„En annars hefst tugþrautarkeppnin í dag. Það verður enginn Ashton Eaton, heims-, Ólympíumeistari og heimsmethafi með. Hann er hættur. En ég er spenntur að sjá hvað Þjóðverjinn Rico Freimuth gerir. Hann vann brons á síðasta heimsmeistaramóti, en náði ekki að klára þrautina á Ólympíuleikunum í fyrra,“ segir Sigurbjörn Árni.

„Rússinn Ilya Shkurenyov sem fékk ekki að vera með í fyrra er meðal keppenda í ár. Svo verður gaman að sjá Damian Warner frá Kanada. Hann á þriðja besta árangurinn, vann silfur á HM fyrir tveimur árum, brons á HM 2013 og á Ólympíuleikunum í fyrra. Ég held að tugþrautarkeppnin gæti orðið mjög skemmtileg.“

epa06130377 Gold medalist Tori Bowie (L) of the USA and bronze medalist Dafne Schippers of the Netherlands pose during the awarding ceremony of the women's 100m at the London 2017 IAAF World Championships in London, Britain, 07 August 2017.  EPA
 Mynd: EPA
Dafne Schippers reynir að verja gullið í 200 m hlaupinu í kvöld.

Schippers eða Miller með gullið í 200?

„Það verður svo athyglisvert að fylgjast með úrslitunum í 200 m hlaupi kvenna í kvöld. Þar verður gaman að sjá baráttuna á milli Dafne Schippers frá Hollandi og Shaunae Miller Ólympíumeistara í 400 m hlaupi frá því í fyrra,“ segir Sigurbjörn Árni um úrslitin í 200 m hlaupi kvenna í kvöld.

epa04356614 Poland's Pawel Fajdek competes in the men's Hammer throw final at the  European Athletics Championships 2014 in the Letzigrund Stadium in Zurich, Switzerland, 16 August 2014.  EPA/ADAM WARZAWA           POLAND OUT
 Mynd:  -  EPA
Pólverjinn Pawel Fajdek á lengsta kast ársins í sleggjukasti.

Pólverjar bestir í sleggjukastinu

„Svo er keppt til úrslita í sleggjukasti karla í kvöld líka. Pólverjinn Pawel Fajdek er ríkjandi heims og Evrópumeistari. Hann komst hins vegar ekki í úrslit á Ólympíuleikunum í fyrra. Hann er búinn að kasta lengst allra í ár. Landi hans, Wojciech Nowicki á næstlengsta kast ársins. Þeir eru þeir einu sem hafa kastað yfir 80 metra í ár. Þannig að gull og silfur gæti hæglega farið til Póllands í sleggjukastinu,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson.

Mynd með færslu
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
íþróttafréttamaður