Einvalalið íslenskra tónlistarmanna steig á stokk í Íslensku óperunni í kvöld. Tilefnið var opnunarhátíð Hinsegin daga sem hófst klukkan tuttugu. Óvæntur gestur birtist á opnunarhátíðinni, það var borgarstjórinn Jón Gnarr, sem kom fram á sviðið í kvenmannsklæðum. Hátíðin markar upphaf fjögurra daga hátíðahalda, sem ná hápunkti í gleðigöngunni á laugardaginn. Meðal annarra dagskrárliða má nefna hinsegin bókmenntagöngu, hinsegin siglingu og Regnbogahátíð fjölskyldunnar, sem verður á sunnudaginn í Viðey.