Herða þarf baráttunna gegn mafíunni

Flokkar: Evrópa, Erlent
Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, og Giorgio Napolitano, forseti, koma til minningarathafnar um Giovanni Falcone í Palermo í dag.


  • Prenta
  • Senda frétt

Herða þarf baráttunna gegn mafíunni og öðrum glæpasamtökum og ekki sýna neina linkind, svo glæpamenn telji sig ekki friðhelga.

Þetta sagði Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, við minningarathöfn í Palermo á Sikiley í dag um rannsóknardómarann Giovanni Falcone, sem myrtur var af mafíunni fyrir 20 árum. Falcone, eiginkona hans og þrír lífverðir létu lífið í sprengjutilræði að undirlagi mafíuforingjans Toto Riina, sem situr nú í fangelsi.

Víða á Sikiley voru minningarathafnir um Falcone og dómarann Paolo Borsellino sem ráðinn var af dögum nokkru síðar, en báðir beittu sér af hörku gegn mafíunni og komu meðal annars 360 félögum úr glæpasamtökunum á bakvið lás og slá á árunum 1986 og ´87.

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku


Tengdar fréttir