Bogfimimótið Austurland Open var haldið í Fjarðarhöllinni á Reyðarfirði um helgina og voru rúmlega tuttugu skyttur skráðar til leiks.
Konurnar kepptu í trissubogaflokki og var það Helga Kolbrún Magnúsdóttir bar sigur úr býtum í þeirri keppni. Karlarnir kepptu hins vegar í trissubogaflokki þar sem Guðjón Einarsson hreppti gullið og í sveigbogaflokki þar sem Sigurjón Atli Sigurðsson varð hlutskarpastur.
Nákvæmnin er mikil í bogfimi en keppt var á tveimur vegalengdum í stigakeppninni. Skytturnar þurftu bæði að skjóta af 18 metra færi á 40 cm skífu og af 50 metra færi á 80 cm skífur.
Sjá má myndskeið frá mótinu hér að ofan.