Víðsjá heimsótti Marshall-húsið við Grandagarð í Reykjavík, en þar er mikið líf og fjör, enda opnun um helgina. Húsið, sem áður var síldarverksmiðja, mun nú hýsa myndlistarstarfsemi af ýmsum toga, meðal annars Nýlistasafnið og gallerí Kling & Bang, auk þess sem Ólafur Elíasson verður með vinnustofu þar.

Húsið verður opnað almenningi næstkomandi sunnudag klukkan 12. Víðsjá rambaði um ganga hússins og hitti þar fyrir arkitektinn Ásmund Hrafn Sturluson; Þorgerði Ólafsdóttur, formann stjórnar Nýlistasafnsins; Elísabetu Brynhildardóttur og Ingibjörgu Sigurjónsdóttur, úr Kling & Bang og Börk Arnarson, frá gallerí i8.