Hljómsveitin Hatari, þátttakandi í Söngvakeppninni 2019, skorar á Benjamin Nethanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í íslenska glímukeppni. Þeir leggja Vestmannaeyjar undir og bjóðast til að sjá sjálfir um að reka alla eyjaskeggja að heiman og gefa Ísraelsríki eyjarnar. Sigri Hatari fái hljómsveitin hins vegar að stofna BDSM fríríki innan landamæra Ísraels.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sveitarinnar í morgun. Þá leggja liðsmenn Hatara til að glíman fari fram þann 19. maí næstkomandi, á Magen-Davíðstorgi í Tel Aviv, á þeim tíma sem Eurovision-keppnin fer fram. Hatari er meðal 10 flytjenda í Söngvakeppninni í ár en hljómsveitin hefur vakið mikla athygli fyrir kröftuga sviðsframkomu og í yfirlýsingunni lýsir sveitin sér sem verðlaunuðum and-kapítalískum BDSM tekknó-gjörnings listahópi. Þeir taka þátt í Söngvakeppninni í ár með laginu Hatrið mun sigra.
Yfirlýsingin var lesin upp af talsmanni hljómsveitarinnar sem vildi ekki láta nafns síns getið, í útvarpsþættinum Morgunverkunum á Rás 2 í morgun.
Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:
This is an official statement from award winning Icelandic anti-capitalist BDSM techno performers art group Hatari:
We address our statement to Benjamin Netanyahu, prime minister of Israel and chairman of the Likud national-liberal movement.
We members of Hatari hereby challenge you to a friendly match of traditional Icelandic trouser grip wrestling, or glíma. The wrestling match is to take place on Magen David Square in Tel Aviv on May 19th at the time of your choosing.
We will use traditional Icelandic trouser grip rules, illegal holds and unsportsmen-like conduct will lead to disqualifications and ensure drengskapur is upheld, a neutral UN sponsored referee will be present.
If the chosen Hatari trouser grip wrestling champion wins this fair match of glíma, members of Hatari reserve the rigths to settle within your borders establishing the first ever Hatari sponsored liberal BDSM colony on the Mediterranian coast. If prime minister Benjamin Netanyahu wins the glíma the Israeli government will be given full political and economic control of South-Icelandic Island muncipality Vestmannaeyjar. Members of Hatari will ensure the successful removal of the islands current inhabitants.
We await your swift response at our email-adress hatari@hatari.is or contact at Icelandicmusicnews.com. Which ever you or your staff prefers.
Hatrið mun sigra, hate will prevail.
Hægt er að hlusta á yfirlýsinguna úr Morgunverkunum í spilaranum efst í fréttinni.