Á myndbandinu sést hvernig starfsmenn Landsnets flytja háspennumastur í Sigöldulínu 3. Það er gert vegna þess að áhættugreining leiddi í ljós að þar gæti verið veikur hlekkur í raflínukerfinu á Þjórsár- Tungnaársvæðinu, kæmi til hamfarahlaups vegna eldgoss í Bárðarbungu.
Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er þetta ein af fyrirbyggjandi aðgerðum sem fyrirtækið ræðst í vegna hættu á flóði.