Halldóra, Hildur og Þórunn verðlaunaðar

Innlent
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
 Mynd: Reykjavíkurborg

Halldóra, Hildur og Þórunn verðlaunaðar

Innlent
 · 
Menningarefni
21.01.2016 - 20:17.Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Halldóra K Thoroddsen hlaut í dag Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, fyrir bók sína,Tvöfalt gler. Halldóra hlaut verðlaun í flokki fagurbókmennta. Í flokki barna- og unglingabókmennta hlaut verðlaunin Hildur Knútsdóttir fyrir Vetrarfrí.

Fjöruverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis, féllu í skaut Þórunnar Sigurðardóttur fyrir Heiður og huggun, harmljóð og huggunarkvæði á 18. öld. Þetta er í tíunda sinn sem Fjöruverðlaunin eru veitt.