Sauðfjárslátrun fer fram að hætti múslima í nokkrum sláturhúsum landsins í haust. Ekki þarf að breyta miklu varðandi slátrunina en með svokallaðir Halal sláturaðferð opnast markaðir fyrir íslenskt lambakjöt víða um heim.
Sláturaðferð Múslima er notuð að hluta eða öllu leyti í haust, meðal annars Hjá SS á Selfsossi, sláturhúsi KVH á Hvammstanga og KS á Sauðárkróki. Almennt hefur tíðkast hér á landi að aflífa fé með raflosti í höfuð og bak, til að lama dýrið, og síðan er stungið í hjartað. Við Halal slátrun er gefið rafstuð í höfuðið og kindin síðan skorin á háls. Sláturhússtjórinn á Hvammstanga segir algengan misskilning að um ómannúðlegar aðferðir sé að ræða. Aðferðin uppfylli allar kröfur um mannúðlega meðferð dýra og meðferð matvæla.
Öllu sauðfé, sem verður slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi í haust, verður slátrað með Halal-slátrun. Múslimi stendur þar sem féð er drepið og fer með bæn í huganum eða upphátt á meðan á slátrun stendur. Allt skrokkar úr húsinu fá þar með ákveðna vottun en vonast er til að stórir markaðir fyrir sölu á lamakjöti í heimi múslima opnist með samstarfinu við þá.