Bandaríski tónlistamaðurinn John Grant flutti lagið sitt GMF í áramótaþætti Gísla Marteins á RÚV í morgun. Írska söngkonan Sinéad O'Connor söng bakraddir í laginu. Athygli vakti að Grant svaraði nokkrum spurningum Gísla á íslensku í þættinum í morgun.

Grant hefur tekið miklu ástfóstri við land og þjóð síðan að hann spilaði Airwaves-hátíðinni í fyrra.

Sinéad O'Connor sagði í þættinum í dag að hún hefði fallið fyrir landinu þegar hún spilaði á sömu hátíð fyrir tveimur árum. Hana hefði því alltaf langað til að koma  aftur til Íslands og þá með börnunum sínum.