Plötusnúðurinn Illugi Magnússon, sem býr í Oakland í Bandaríkjunum, blandar saman vel völdum íslenskum dægurlögum frá sjöunda, áttunda og níunda áratugnum á blandspólunni Breaking The Ice. Þórður Ingi Jónsson ræddi við Illuga um einstakan hljóm tónlistarinnar og hvernig hún býr yfir fönk- og hipphoppþáttum.