Eins og víða á landinu hefur veðrið í Reykjavík verið heldur slæmt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru í borginni til að njóta jóla og áramóta og þeir létu veðrið ekki á sig fá í dag í göngu um miðbæinn. Margir glímdu við rokið við Hallgrímskirkju til að taka sjálfsmyndir af sér með kirkjuna í baksýn.

Meðfylgjandi myndband var tekið við kirkjuna í dag en þar má sjá að nokkrir urðu undir í baráttunni við veðrið og samkvæmt upplýsingum fréttastofu þurfti að kalla til sjúkrabíl til að sinna sumum sem féllu mjög illa.